LÆRÐU AÐ ELSKA ÞIG
Þerapían er einstaklingsmiðuð og persónuleg þjálfun.
Hún er sérhönnuð af Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur með fróðleik,
verkefnum og aðferðum sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati,
auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum.
-
Þerapían Lærðu að elska þig er einstakt og lærdómsríkt ferðalag inn á við.
-
Hún er byggð upp á fróðleik og verkefnum sem eru sérhönnuð til þess að hjálpa þér að finna fjársjóðinn innra með þér, efla sjálfstraust þitt og lifa því stórkostlega lífi sem þér er ætlað!
-
Þerapían byggir þig hreinlega upp frá grunni, þú kynnist sjálfri/sjálfum þér á nýjan hátt, styrkleikum þínum og öllu því magnaða sem býr innra með þér.
-
Þerapían hjálpar þér skref fyrir skref að kynnast þeirri stórkostlegu manneskju sem þú ert í raun og veru. Innra með hverju okkar býr fjársjóður en oft er hann falin undir dómunum, óraunhæfum væntingum og óunnum tilfinningum frá æsku.
-
Með því að fara í ferðalag inn á við, vinna verkefnin í þerapíunni og velta upp steinum kemst þú nær sjálfri/sjálfum þér, kynnist nýjum hliðum og lærir að elska sjálfa/n þig.
-
Þerapían Lærðu að elska þig er samin af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og hefur hjálpað þúsundum manns að gjörbreyta lífi sínu.
-
Ég er ein af þeim sem hef farið í gegnum þerapíuna og hafði hún svo mikil áhrif á líf mitt að í dag hef ég lokið leiðbeinandanámi og er farin að kenna hana.
HVAÐ ER LÆRÐU AÐ ELSKA ÞIG ÞERAPÍA?
HVAÐ ÖÐLAST ÞÚ MEÐ ÞERAPÍUNNI?
-
Með hverjum tímanum og verkefni í þerapíunni kemstu nær hjartanu, meðvitund þín eykst og sjálfstöryggið vex.
-
Þú lærir leiðir til að eiga sannara líf, betri samskipti við ástvini og ástríkara samtal við þig sjálfa/n.
-
Þegar þú fetar skref þerapíunnar kemstu nær hjartanu, nær tilgangi þínum í lífinu og finnur hvað skiptir þig mestu máli.
-
Þú kynnist nýjum hliðum og eiginleikum sem þú jafnvel hafðir ekki hugmynd um að þú hefðir.
-
Þegar þú lærir að elska þig fer allt í kringum þig að dafna og lífið byrjar að blómstra.
-
Þú verður glaðari, hamingjusamari og sáttari við lífið þitt á hverjum degi.
-
Þú finnur sjálfstraustið eflast, jákvæðnin eykst og jafnvægi kemst á tilveruna.
-
Þú átt auðveldara með að standa með sjálfri/sjálfum þér og fara þá leið sem þú vilt í lífinu án þess að vera hrædd/ur við skoðun annarra.
-
Þú lærir að allt í lífinu þínu er þar til að efla þig og styrkja, sama þótt það sé oft dulbúið sem vandamál og erfiðleikar.
-
Þú lærir að sjá hvernig þú getur nýtt óþægilegar tilfinningar og aðstæður til að vaxa sem manneskja og verða nákvæmlega sú magnaða manneskja sem þér er ætlað að vera.
-
Þerapían er 12 tímar sem fara fram á netinu gegnum zoom og er hver tími 90 mínútur.
-
Í hverjum tíma færðu verkefni sem að þú vinnur í þrjár vikur, þar til við hittumst næst.
Innifalið í þerapíunni:
-
Greiður aðgangur að mér milli tíma í gegnum tölvupóst og/eða facebook messanger.
-
Hugmyndir af bókum, myndböndum og bíómyndir til að efla þig og styrkja enn frekar.
-
Hugleiðsla í upphafi hvers tíma.
HVERNIG FER ÞETTA FRAM ?
Halla Ósk hefur afar upplífgandi orku og jákvætt viðmót.
Það skín í gegn smitandi áhugi á efninu og áhugi hennar á að geta hjálpað öðrum.
Hún heldur vel utan um ferlið sem að maður gengur í gegnum í þerapíunni
á afar persónulegan og umhyggjusaman hátt.