top of page
IMG_0618.jpg

Halla Ósk Heiðmarsdóttir

Bý á Selfossi með 5 ára dóttur og unnusta.

Leiðbeinandi í þerapíunni Lærðu að elska þig
Áhugaljósmyndari og hönnuður

MÍN SAGA

Ég byrjaði mjög ung að hafa áhuga á sköpun og ljósmyndun auk þess sem 
umönnunarstörf
og sjálfshjálp hefur alltaf verið mikilvægir hlutar af minni tilveru. 

Ég byrjaði 18 ára að vinna á elliheimili og vann við nokkur slík í 10 ár,
það starf sýndi mér enn betur að ég vildi starfa við það að hjálpa öðrum. 

Frá því ég man eftir mér hef ég verið mjög tilfinninganæm og barist við kvíða.

Ég hef alla tíð verið mjög leitandi eftir leiðum til að vinna í sjálfri mér

og mínum „vandamálum“, hafði sótt tíma hjá sálfræðingum og ótal sótt
námskeiðtil að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi en það var ekki fyrr en
ég kynntist Ósk og þerapíunni lærðu að elska þig sem ég fór fyrst að líta á
næmnina mína
og tilfinningasveiflurnar sem jákvæða eiginleika sem og
uppgötva fleiri eiginleika hjá mér,
hæfileika, getu og visku sem ég get nýtt mér
til að tengjast betur hjartanu
og fundið mína einstöku leið í lífinu.

Í þerapíunni hætti ég í fyrsta sinn að reyna að batna, breytast eða losa mig
við "vandamálin".Þess í stað gerðu verkefnin og fróðleikurinn í þerapíunni það
að verkum að ég fór að horfa á sjálfa mig í nýju ljósi, sjá ótal eiginleika sem
ég hafði ekki hugmyndum auk þess að styrkja mig og efla á einstakan hátt.

Í fyrsta sinn sá ég að ég væri nákvæmlega sú manneskja sem mér er ætlað
að vera, með magnaða eignleika, hæfileika, getu og styrk.

Því fylgir ólýsanlegt frelsi að upplifa í fyrsta sinn á ævinni að ég sé

nákvæmlega sú manneskja sem ég á að vera og að „vandamálin“ mín
séu hluti af mér,
en ekki eitthvað sem þarf að losa við og lækna.
Í 30 ár hef ég leitað að sjálfri mér en í dag veit ég loks hvert mér er
ætlað að fara –
það er mín einlæga ósk að hjálpa öðrum að nálgast
sitt hjarta, sinn tilgang og blómstra í lífinu.

bottom of page